Gamanleikari verður pabbi

Jonah Hill á von á sínu fyrsta barni með kærustu …
Jonah Hill á von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni, Olivia Millar. AFP

Leikarinn Jonah Hill á von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni, Oliviu Millar.

Parið hefur ekki greint opinberlega frá óléttunni en á myndum sem birtust nýverið af Millar á Daily Mail sést glitta í óléttukúlu. Þá sást parið saman í barnaversluninni Kokonut Kids í Havaí í janúar síðastliðnum þar sem þau kíktu yfir vöruúrvalið. 

Hill og Millar sáust fyrst saman á Santa Barbara í Kaliforníu í september í fyrra. Nú skartar Millar stórum demantshring á baugfingri og hafa sögusagnir um trúlofun parsins farið á flug.

Hill var áður trúlofaður Gianna Santos en þau hættu saman í október 2020. Ári síðar byrjaði hann með brimbrettakennaranum Sarah Brady, en þau hættu saman í ágúst 2022.

mbl.is