Sögulegt afrek í háfjallaklifri

Ales, Luka og Tom eftir vel heppnaðan leiðangur.
Ales, Luka og Tom eftir vel heppnaðan leiðangur. Ljósmynd/Aðsend

Síðustu 40 ár hafa 25 klifurleiðangrar víðs vegar úr heiminum reynt við norðurhlíð Latok 1 tindsins án árangurs. Fjallið sjálft, Latok, er 7.145 m en tindurinn, Latok 1, 2.400 m og einkennist klifrið af bröttum hrygg sem rís upp frá jökulsporði. Þetta er sögulegt afrek í háfjallaklifri og einn merkari leiðangur undanfarinna ára.

Leiðin var ansi brött og áhættusöm.
Leiðin var ansi brött og áhættusöm. Ljósmynd/Aðsend

Í kvöld mun Ales segja frá þessu ævintýralega ferðalagi á Midgard Base Camp, gistiheimilinu á Hvolsvelli, auk þess að sýna myndefni og er aðgangur ókeypis.  

Hér má sjá klifurleiðina á Latok 1.
Hér má sjá klifurleiðina á Latok 1. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Sigurðar Bjarna Sveinssonar, eins af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins Midgard Adventure, hefur áhugi Ales Cesen á Íslandi og fyrirlesturinn mikið gildi fyrir hópa sem eru í útivist og sé ákveðin viðurkenning fyrir náttúru landsins. „Útivist er á miklu skriði á Íslandi og með meiri þekkingu sem byggist innan samfélagsins, því meiri möguleikar eru til að njóta útivistar og fjallamennsku. Ísland býður upp á mjög skemmtilega möguleika en er frekar einfalt landslag til að ferðast um. Með aukinni þekkingu á fjallabúnaði og fjallamennsku opnast gáttir sem eru gríðarlega áhugaverðar og eiga vel við Íslendinga. Ales er að koma í þriðja skiptið og sækist eftir því að komast í friðsæld þar sem hann getur stundað útivist en einnig notið kyrrðar og slakað á. Við höfum skipulagt námskeið í kringum heimsóknina hans sem hafa verið vetrar- og sumarfjallamennska. Núna erum við að halda „advanced“ fjallaskíðanámskeið þar sem við tengjum fjallamennsku og fjallaskíði saman. Ales hefur tengst Midgard mikið og vildi gefa til samfélags okkar á Hvolsvelli. Við sammæltumst um að það væri áhugavert að halda þennan fyrirlestur og hafa frían aðgang.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert