Í frí á Kanarí

Unnur Pálmarsdóttir er einn reyndasti hóptímakennari og þjálfari landsins.
Unnur Pálmarsdóttir er einn reyndasti hóptímakennari og þjálfari landsins. Ljósmynd/Aðsend

Í ágúst mun hún í samstarfi við ferðaskrifstofuna Úrval-Útsýn bjóða upp á heilsueflandi ferð til Kanarí sem heitir Heilsurækt huga, líkama og sálar. „Við viljum bjóða upp á ferð þar sem við erum að rækta líkama, sál, auka vellíðan og njóta þess að vera til. Það er yndislegt að stunda hreyfingu í fallega umhverfinu á Kanarí eyjunni sem er þekkt fyrir mjög mikla veðursæld og yndislegt loftslag allt árið um kring,“ segir Unnur sem þekkir svæðið ansi vel. „Ég hef oft ferðast til Kanarí og var einu sinni að vinna á Lanzarote. Ég fór í sumarfrí seint á síðasta ári ásamt manninum mínum til Kanarí og heillaðist svo mikið af svæðinu og ákvað að bjóða upp á slíka ferð í framtíðinni. Ég kom endurnærð til baka, breytti um mataræði, byrjaði að stunda hugleiðslu og vinna að því að minnka streitu í daglegu lífi. Loftslagið á Kanarí er sérstaklega gott fyrir okkur og heilnæmt.“ Að sögn Unnar verður dagskráin fjölbreytt en boðið verður upp á morgungöngur, Fusion Pilates, jóga á ströndinni, dansfjör, styrk og fleira auk fyrirlestra um bætt heilsufar líkama, sálar og huga. „Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta lífsins, stunda heilsurækt undir berum himni og skoðunarferðir um eyjuna fögru. Við förum í glæsilegt spa og svo er í boði að fara í ferð með Gran Canary Watersport fyrir þá sem vilja. Ég legg áherslu á mikilvægi þess að læra aðferðir til að minnka streitu, njóta líðandi stundar, auka jákvæðni og ræktar sjálfið. Slökkva á farsímum og minnka samfélagsmiðlanotkun. Það er glæsilegur golfvöllur við hliðina á hótelinu og öllum er velkomið að nota ferðina einnig til að spila golf. Við endum ferðina á lokahófi þar sem við borðum saman og fögnum líðandi stundar.“

Gróðursæll fallegur garður með sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstöðu er við …
Gróðursæll fallegur garður með sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstöðu er við hótelið. Ljósmynd/Aðsend

Hópurinn mun gista á hótelinu Vital Suits sem er staðsett á milli Ensku strandarinnar og Maspolomas og tilvalið fyrir þá sem vilja til dæmis æfa golfsveifluna. „Vital Suites er góð fjögurra stjörnu gisting við hliðina á Maspalomas-golfvellinum og því tilvalið fyrir þá sem vilja spila golf. Í nágrenni við hótelið eru ótal góðir veitingastaðir og barir og hin fræga Enska strönd er í kílómetra fjarlægð frá hótelinu,“ segir Unnur og bætir við að heilsulind hótelsins bjóði upp á nudd og margs konar snyrtimeðferðir ásamt glæsilegri líkamsræktaraðstöðu.

Unnur leggur áherslu á það í þjálfun sinni að fólk …
Unnur leggur áherslu á það í þjálfun sinni að fólk læri aðferðir til að minnka streitu og njóta líðandi stundar. Ljósmynd/Aðsend

Aðspurð fyrir hverja ferðin sé segir Unnur hana vera fyrir alla aldurshópa, heilsuræktarunnendur og einnig þá sem hafa greinst með slit- og vöðvagigt og fleira. „Nú hafa svo margir greinst með síþreytu, kulnun í starfi og streitan er allsráðandi í íslensku samfélagi og því hef ég lagt áherslu á að dagskráin sé að höfða til allra. Því er ferðin frábær fyrir þá sem hafa gengið á vegg í lífinu og vilja koma sér af stað aftur á lífi og sál. Unnið er með hvernig hægt er byggja upp líkama og sál án streitu og andlegs álags. Það er engin skylda að mæta í skipulagða dagskrá, þar hefur hver sína hentisemi. Allir eru velkomnir í þessa ferð. Þú getur komið með hvort sem þú hefur prófað pilates, jóga, dans eða stundað heilsurækt og hreyfingu. Ferðin er einnig upplögð fyrir þá sem hafa lent í kulnun á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu og hlaða batterín í lífinu. Allir eru velkomnir.“

Hótelið er á fallegum og friðsælum stað.
Hótelið er á fallegum og friðsælum stað. Ljósmynd/Aðsend

Nánari upplýsingar um ferðina má finna hér en einnig verður Unnur með kynningu á ferðinni á miðvikudaginn, klukkan 17:15 í húsnæði Úrvals-Útsýnar í Hlíðarsmára 19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert