Ómissandi húðvörur í ferðalagið

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður hugar vel að húðinni á ferðalögum.
Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður hugar vel að húðinni á ferðalögum. Ljósmynd/Aðsend

„Bioeffect-húðvörurnar eru ómissandi á ferðalögum og reyndar bara á hverjum degi en ég fer ekkert án þeirra og varasalva, ég kæmist heldur ekki langt án hans. Það sem ég tek með mér í fríið er „On the go“-settið frá Bioeffect, það inniheldur allt sem ég þarf í litlum umbúðum og er í  leyfilegum stærðum fyrir handfarangur sem hentar mér vel.“

Hún segist nota EGF-serumið á kvöldin en það sé einstaklega græðandi. „Þetta er líka besta after sun sem ég kemst í og svo nota ég Day serumið á daginn. Mér finnst svo ómissandi að vera með Varagaldur, frá íslenska merkinu Villimey, í töskunni en hann er mjög græðandi og heldur vörunum ferskum bæði í hita og kulda. 

mbl.is