Sumarið í topp tilfinningalegu ástandi

Bjartur stefnir á að ferðast víða um land í sumar …
Bjartur stefnir á að ferðast víða um land í sumar með fjölskyldunni. Ljósmynd/Aðsend

Það er enginn slaki á okkar manni frekar en fyrri daginn en þegar blaðamaður náði í hann var hann nýkominn úr ferðalagi um Snæfellsnes með tilvonandi eiginkonu sinni. „Við nutum náttúrunnar í bland við magnaða dvöl á Hótel Búðum þar sem er óhætt að segja að var stjanað við okkur.“ Fram undan eru svo námskeiðahöld og fyrirlestrar hjá Bjarti sem fjalla um það hvernig einstaklingar geta hámarkað frammistöðu, árangur og ánægju. „Þetta sumar er einstaklega spennandi því núna í sumar eru þrjú ár síðan ég byrjaði að bjóða upp á opin námskeið og af því tilefni ætla ég að halda afmælisnámskeið um þetta ótrúlega afl sem býr innra með okkur öllum og getur svo sannarlega gert okkur kleift að færa fjöll eða breytt minnstu mýflugu (sem bítur ekki) í þann stærsta og hamslausasta úlfalda sem hugsast getur. Þetta afl er fyrirbærið TRÚ, ekki trúin á guð heldur trúin um hver við erum og hvað við getum,“ segir Bjartur og bætir við að námskeiðið verði fáránlega fróðlegt, skemmtilegt og áhrifaríkt.

„Svo er ég að fara með fjölskyldu og vinum til Toscana á Ítalíu þar sem við ætlum að drekka í okkur magnaða náttúru, menningu og alls konar annað sem þetta góða hérað er frægt fyrir. Þaðan liggur svo leiðin til Spánar til að fagna stórafmæli kærs vinar með stærðar hópi snillinga sem ætla að sprengja partýskalann svo um munar,“ segir Bjartur fullur tilhlökkunar. 

Námskeið Bjarts fagna 3 ár afmæli í sumar.
Námskeið Bjarts fagna 3 ár afmæli í sumar. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er líka að velta því fyrir mér að fara í góða tjaldútilegu með dóttur minni, hoppa í margar kaldar ár og læki og kanna smávegis af djásnum íslenskrar náttúru. Ætli það verði ekki Suðurlandið sem verði tekið fyrir en það er þó ekki alveg ákveðið. Þetta ætla ég að sjálfsögðu að gera í algjöru topp tilfinningalegu ástandi óháð því hvort sólin haldi áfram að leika við okkur eða ekki.“

Frekari upplýsingar um námskeiðin hans Bjarts má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert