Ljótt grín flugvallarstarfsmanns fór illa

Farþeginn birti myndband úr öryggismyndavél af atvikinu.
Farþeginn birti myndband úr öryggismyndavél af atvikinu. Skjáskot/Youtube

Upp komst um illkvittnislegt grín hjá starfsmanni í öryggisgæslu á flugvellinum í Rochester í New York-ríki á dögunum. Farþeginn lét sér það ekki nægja að kvarta til yfirmanna starfmannsins heldur birti myndband af atvikinu á Youtube. 

Á myndbandinu má sjá konu sem stýrir öryggisgæslu teygja sig í miða þegar um 40 sekúndur eru liðnar af Youtube-myndbandinu. Þegar farþeginn sem er maður fer í gegnum hliðið nokkrum sekúndum seinna sést hún rétta manninum miða. Farþeginn segir að konan hafi kallað á hann og beðið hann um að opna miðann sem hann gerði en þar stóð: „Þú ljótur.“

Starfsmaðurinn rétti farþeganum ljót skilaboð.
Starfsmaðurinn rétti farþeganum ljót skilaboð. Skjáskot/Youtube

Þegar maðurinn opnaði miðann sem má sjá í lok myndbandsins fór konan að hlæja. Einnig má sjá konuna teygja sig í nýjan miða og skrifa eitthvað á hann í lokin. 

mbl.is