Hvað kosta hótelherbergi á Menningarnótt?

Það væri notalegt að fara bara upp á hótel eftir …
Það væri notalegt að fara bara upp á hótel eftir flugeldasýninguna. mbl.is/Árni Sæberg

Það getur verið vesen að koma sér heim úr bænum á Menningarnótt. Hvað með að taka skyndiákvörðun og gista á glæsilegu hóteli í miðborginni? Nóg af hótelum eru í boði en hvað kosta dýrustu hótelherbergin með stuttum fyrirvara í lok ágúst. 

Á bókunarsíðunni Booking má auðveldlega gera verðsamanburð. Ýmsilegt kom upp þegar blaðamaður leitaði að hóteli á föstudeginum fyrir Menningarnótt. Dýrustu hótelherbergin fyrir tvo frá laugardegi til sunnudags kostuðu yfir 100 þúsund. Tekið skal fram að blaðamaður vildi aðeins það dýrasta. 

Á Tower Suites Reykjavík-hótelinu í Katrínartúni var hægt að fá svítu á 110.058 krónur. 

Á 101 hóteli var hægt að fá „juníor“ svítu á 109.371 krónur. 

Á Apótek Hótel var hægt að kaupa „junior“ svítu með aðgangi að heilsulind á 75.233 krónur.

Svíta á hótelinu Black Pearl Apartment Hotel í Tryggvagötu kostaði 64.467 krónur. 

101 hótel átti laust hótelherbergi.
101 hótel átti laust hótelherbergi. ljósmynd/skjáskot
Apótek hótel og Tower Suites Reykjavík áttu laus herbergi.
Apótek hótel og Tower Suites Reykjavík áttu laus herbergi. ljósmynd/skjáskot
Það var laust í Tryggvagötu á Black Pearl-hótelinu.
Það var laust í Tryggvagötu á Black Pearl-hótelinu. ljósmynd/skjáskot

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert