Fór með 64 vinum til Egyptalands

Katy Perry skoðaði meðal annars píramída með unnusta sínum Orlando …
Katy Perry skoðaði meðal annars píramída með unnusta sínum Orlando Bloom í Egyptalandi. Skjáskot/Instagram

Það er draumur margra að halda upp á stórafmæli erlendis. Söngkonan Katy Perry fagnaði 35 ára afmæli sínu í lok október og bauð í tilefni þess 64 vinum í langa ferð til Egyptalands. Hópurinn sigldi niður Níl í tíu daga ferð og skoðaði fornminjar Egypta í leiðinni. 

Perry er sögð hafa verið yfir sig hrifin af Egyptalandi síðan hún klæddi sig upp sem Kleópatra í tónlistarmyndbandi árið 2014. Hún nýtti afmælið til þess að deila áhuga sínum með vinum sínum. 

Félagi Perry birti myndir úr ferðinni á á Instagram-síðu sinni og segir frá ferðinni. Var það ósk söngkonunnar að vinir hennar myndu fara út fyrir rammann og borða alltaf með nýjum félaga. Þannig kynntust allir mjög vel og fólk eignaðist nýja vini. 

Hópurinn skoðaði meðal annars píramída og Sfinx-stytt­una í Giza. Þann 25. október, á afmælisdegi Perry, borðaði hópurinn í musteri í borginni Edfu og reið á kameldýrum inn í nóttina í eyðimörkinni. 

Það voru ekki bara vinir Perry sem voru himinlifandi með ferðina. Perry sjálf geislaði á myndum sem hún birti á Instagram. 

View this post on Instagram

✨this is living✨ Egypt Oct 2109

A post shared by KATY PERRY (@katyperry) on Nov 2, 2019 at 11:16pm PDT

View this post on Instagram

How to build a 🌟powerful bond👨‍👩‍👧‍👦 in 10 days. Get 64 people hand picked by a musical 🎶 goddess @KatyPerry to live on a boat 🛳 down the Nile with only ONE ☝🏻request from from her that each of us step out of our comfort zones and for every meal 🥘 sit with someone different. This would be our birthday gift 🎁 to her. This is my sister. My friend Katy, selfless. Beyond the magnificent gift 🎁 of travel, she gave each of her friends memories of new friendship and a bond that only we will share for the rest of our lives. I’m beyond grateful 💕 to the universe ✨for bringing us 2gather 👯‍♀️in this lifetime and look forward to the many memories with you and our extended family we call friends. I said this to you when you first left me to start your radio tour for I kissed a girl 👩‍❤️‍💋‍👩and I’ll say it to you always “You are my legs, never leave me” 🙏🏻Well I will never leave you.💕 Happy Birthday 🎉 Kittles .... PS I don’t really care about a group shot, I just really care about a solo 🎤

A post shared by Markus Molinari (@markusmolinari) on Oct 31, 2019 at 3:47am PDT




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert