Varað við handþvotti í flugi

Vatnið í vaskinum heima er líklega hreinna en það sem …
Vatnið í vaskinum heima er líklega hreinna en það sem er að finna í mörgum flugvélavöskum. mbl.is/Colourbox.dk

Almennt þykir það merki um snyrtimennsku að þvo sér um hendurnar eftir klósettferðir. Könnun á vatni í bandarískum flugvélum sýnir þó að stundum er hreinlega betra að þvo sér ekki um hendurnar. Mælt er með því að fólk noti frekar blautþurrkur í stað þess að nota flugvélavatnið. 

Könnun á vatnshreinlæti var gerð hjá 11 stórum flugfélögum í Bandaríkjunum og 12 smærri flugfélögum að því er fram kemur á vef Independent. Aðeins þótti vatnið nægilega hreint hjá fjórum af þessum 23 flugfélögum. 

Einkunnir voru gefnar á skalanum 0 til 5. Flugfélög þurftu einungis að fá yfir þrjá í einkunn til þess að vatn þeirra teldist tiltölulega öruggt og hreint. 

Stór flugfélög eins og United Airlines, JetBlue og Spirit Airlines fengu einkunnirnar 1,2, 1 og 1. Sem sagt mjög slæma einkunn. 

Talsmenn þeirra sem gerðu könnunina vara fólk við því að drekka vatn í flugvélum sem ekki kemur í innsigluðum flöskum. Einnig er varað við því að drekka vatn og te um borð og er flugfarþegum ráðlagt að taka hreinsiklúta með sér í flug í stað þess að þvo hendurnar eftir meðal annars klósettferðir. 

Rétt er að taka fram að niðurstöðurnar eiga ekki endilega við íslensk flugfélög. Hins vegar er staðreyndin sú að þrátt fyrir að íslenska vatnið sé það besta í heimi þá eru flugvélarnar flestar eins. Einnig eru Íslendingar miklir heimsborgarar og fljúga því ekki bara með íslenskum flugfélögum. 

Gott er að taka með sér blautklúta í flug til …
Gott er að taka með sér blautklúta í flug til þess að þvo sér um hendurnar. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert