Ferðamannastaðir sem bannað er að mynda

Bannað er að taka myndir inni í Sacre-Coeur í París …
Bannað er að taka myndir inni í Sacre-Coeur í París í Frakklandi. PATRICK KOVARIK

Það kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir að ekki megi taka myndir af hverju sem er hvar sem er. Á mörgum söfnum víða um heim eru gestir vinsamlegast beðnir um að vera ekki með myndavélarnar úti um hvippinn hvappinn. Það eru fleiri staðir en bara söfn sem ekki má taka mynd af. 

Sacré Coeur í París

Það er bannað að taka myndir inni í kirkjunni Sacré Couer í París í Frakklandi. Það er gert til þess að þeir sem þar vilja koma og biðja séu látnir í friði. 

Sixtusar kapellan er í Péturskirkjunni í Róm.
Sixtusar kapellan er í Péturskirkjunni í Róm. ANDREAS SOLARO

Sixtusar kapellan á Ítalíu
Ljósmyndatökur eru bannaðar inni í kapellunni sem hýsir helstu málverk listmálarans Michelangelo. Einnig vegna þess að japanska sjónvarpsstöðin Nippon borgaði fyrir endurbætur á málverkum hússins og eignaðist höfundarétt í þeim. Nippon á ekkert í málverkunum í dag en þrátt fyrir það er myndabannið óskrifuð regla sem ekki ber að brjóta. 

Hatshepsut Temple er í Valley of the Kings í Egyptalandi.
Hatshepsut Temple er í Valley of the Kings í Egyptalandi. AFP

Dalur konunganna í Egyptalandi

Ekki má taka myndir af Dal konunganna, eða Valley of the Kings í Egyptalandi, nema vera með leyfi fyrir því. Stórir ferðamannahópar fá ekki slík leyfi, en einstaklingar geta sótt um það.

Það er bannað að taka mynd af geishum í Gion …
Það er bannað að taka mynd af geishum í Gion Street í Tókýó í Japan. AFP

Gion Street í Japan

Það er bannað að taka myndir af geishum í Gion-götu í Tókýó í Japan. Þú getur meira að segja fengið sekt fyrir að taka myndir af geishum.

Bannað að taka myndir á Van Gogh-safninu.
Bannað að taka myndir á Van Gogh-safninu. AFP

Van Gogh-safnið í Amerstedam

Bannað er að taka myndir á safni listmálarans og því getur þú notið listaverka hans án þess að vera inni á sjálfsmynd ókunnugrar manneskju. 

Sedlec Ossuary í Tékklandi

Mannabeina- og hauskúpusafnið vinsæla í Tékklandi hefur sett blátt bann við myndatökum á safninu. Bannið var aðeins sett í síðasta mánuði en það var gert svo fólk myndi sýna beinunum þá virðingu sem þau eiga skilið. 

Mai Khao-ströndin í Taílandi

Mai Khao ströndin við Phuket í Taílandi er vinsæl strönd til að taka myndir af sér við, þar sem ströndin er nálægt flugvelli og því fljúga flugvélar lágflugi þar yfir. Bannið var sett til þess að tryggja öryggi bæði vélarinnar og þeirra sem leggja leið sína til strandarinnar. 

Önnu Frank-safnið í Amsterdam

Líkt og með mörg önnur söfn er bannað að taka myndir inni á Önnu Frank-safninu. Er bannið við lýði svo fólk geti upplifað safnið án truflana. Ef leið þín liggur þangað er sniðugra að taka myndir af safninu fyrir utan það. 

Bannað að taka sjálfur við lestarteinana í Hanoi í Víetnam.
Bannað að taka sjálfur við lestarteinana í Hanoi í Víetnam. AFP

Hanoi-lestargatan

Yfirvöld í Hanoi í Víetnam ákváðu að banna myndatökur nálægt lestarteinunum sem liggja um borgina. Það var gert eftir að lest þurfti að nauðhemla á brautinni vegna þess að fjöldi ferðamanna var þar saman kominn til þess að taka myndir af sér með lestinni og af lestinni. 

Enginn hefur verið sektaður fyrir að taka myndir af Eiffel …
Enginn hefur verið sektaður fyrir að taka myndir af Eiffel turninum í París að kvöldi til. AFP

Eiffel-turninn að kvöldi til 

Ótrúlegt en satt þá er tæknilega séð bannað að taka mynd af Eiffel-turninum í París í Frakklandi. Höfundarréttur á við um ljósasýningu turnsins. Það er þó hægt að taka myndir af turninum að degi til. Margir hafa stolist til þess að taka myndir af turninum að kvöldi til en hingað til hefur enginn fengið skammir í hattinn eða komist í kast við lögin þess vegna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert