Hinn fullkomni ferðafélagi

Kókoshnetuolía er hinn fullkomi ferðafélagi því olían nýtist á svo …
Kókoshnetuolía er hinn fullkomi ferðafélagi því olían nýtist á svo marga vegu. Dreamstime

Það er ákveðin áskorun fólgin í því að ferðast létt og pakka einungis því allra lífsnauðsynlegasta. Kókosolía ætti að vera ofarlega á lista þeirra sem ferðast einungis með handfarangur því hún nýtist í svo ótalmargt.

Kókosolíu má kaupa víða í minni pakkningum sem henta vel í ferðalög eins og frá merkjunum Organic to green eða  Consiciouscoconut. Hér eru nokkur dæmi um það hvernig nota má kókosolíuna á ferðalaginu.

Húðkrem

Á ferðalögum á húðin það til að þorna  upp í þurru lofti flugvéla. Ef kókosolía er með í för þarf ekki að pakka húðkremi því það er tilvalið að maka henni á þurra húð. Eins er hún mjög góð á húðina eftir sólbað og kemur því algjörlega í staðinn fyrir „after sun“-krem.  

Sólarvörn

Kókosolía inniheldur sólarvörn (SPF 4-5) svo það er um að gera að skella henni á sig ef þú ert ekki með neina aðra sólarvörn en augljóslega ver hún ekki mikið í sterkri sól. Í sumum löndum er erfitt að nálgast góð sólkrem svo ef þú ert á ferðalagi með uppáhaldssólkremið þitt og það er að verða búið er hægt að drýgja það með kókosolíu.

Sykur, sítróna og kókosolía er það eina sem þú þarft …
Sykur, sítróna og kókosolía er það eina sem þú þarft til að útbúa mýkjandi skrúbb.

Hreinsikrem og augnhreinsir

Kókosolía getur vel komið í staðinn fyrir augnhreinsi og ef þú blandar kaffikorgi við kókosolíuna ertu komin með hinn besta hreinsimaska á allan líkamann.

Hárnæring og tannkrem

Kókosolía virkar vel sem hárnæring svo það þarf ekki að pakka hárnæringu. Passið bara að setja ekki of mikið af henni í hárið því þá getur hárið virkað feitt. Ef matarsóda er blandað við kókosolíuna ertu líka komin með ágætistannkrem.

Ilmvatn

Það er góð lykt af kókosolíu og því getur hún vel komið í staðinn fyrir ilmvatn. 

Orkuskot

Ef þú þarft að bíða lengi á flugvellinum og hungrið er farið að sverfa að má skella einni skeið af kókosolíu upp í sig til að slá á mestu hungurverkina.  

Sleipiefni og raksápa

Kókosolían er fínasta sleipiefni og slímhúðin þolir hana vel. Eins nýtist hún vel við rakstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert