Heroes-stjarna fagnaði áramótunum í Reykjavík

Zachary Quinto og aðdáandi hans sem fékk að smella mynd …
Zachary Quinto og aðdáandi hans sem fékk að smella mynd af sér með leikaranum. skjáskot/Instagram

Bandaríski leikarinn Zachary Quinto fagnaði nýja árinu við Hallgrímskirkju ásamt vinum sínum. 

Quinto og vinir hans létu sér ekki nægja að fagna áramótunum á Skólavörðuholtinu heldur sáust þau meðal annars fara á barina Kiki og Curious. 

Quinto er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Heroes sem og American Horror Story: Asylum. 

mbl.is