Laug til um sprengju í töskunni sinni

Atvikið átti sér stað hjá American Airlines.
Atvikið átti sér stað hjá American Airlines. AFP

Kona í Bandaríkjunum sagði að það væri sprengja í tösku sinni sem hún hafði innritað eftir að henni var ekki hleypt um borð sökum þess að hún var of sein. 

Hin 53 ára gamla Hope L. Webber var á leið frá Phoenix í Arizonaríki til Salt Lake City í Utahríki með American Airlines þegar atvikið átti sér stað. 

Webber sagði, að sögn starfsmanna, að það væri sprengja í tösku sinni þegar starfsfólkið neitaði að hleypa henni um borð. Sprengjusveit lögreglunnar í Phoenix var kölluð út og hluti flugvallarins rýmdur.

Engin sprengja fannst þó í farangri Webber og var hún handtekin í kjölfarið fyrir að tilkynna ranglega um hryðjuverkaógn.

Kona sem var farþegi um borð í vélinni, Kate Hinsen, greindi frá málinu í þræði á Twitter og húðskammaði Weber og sagðist vona að hún færi á bannlista flugfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert