Þóttist vera með kórónuveiru í miðju flugi

Atvikið átti sér stað um borð í vél West Jet.
Atvikið átti sér stað um borð í vél West Jet. AFP

Karlmaður á þrítugsaldri olli miklum usla þegar hann sagðist vera sýktur af kórónuveirunni sem á uppruna sinn í Wuhan-borg í Kína. Vélinni var snúið við en á daginn kom að hann var alls ekki veikur og var því handtekinn fyrir að valda óskunda.

Maðurinn var um borð í vél WestJet á leið frá Toronto í Kanada til Montego Bay á Jamaíka. „Karlmaður olli ókyrrð um borg í fluginu þar sem hann sagðist hafa farið til Kína og væri með kórónuveiruna,“ sagði talskona lögreglunnar í samtali við fréttastofu Reuters

Maðurinn sást taka sjálfsmyndir og tilkynna að hann væri sýktur af veirunni samkvæmt öðrum farþegum. Þrátt fyrir að flugmaðurinn væri viss um að hann væri að ljúga taldi hann samt réttast að snúa vélinni við og fara aftur to Toronto.

Starfsfólk vélarinnar lét manninn fá hanska og grímu og sagði honum að sitjast aftast í vélinni. Hann var síðar handtekinn og kærður fyrir að valda óskunda á almannafæri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert