Forðastu rifrildi á ferðalögum

Reynum að halda sambandinu góðu á ferðalögum.
Reynum að halda sambandinu góðu á ferðalögum. Unsplash.com

Oft eru það litlu hlutirnir sem valda hvað mestum pirringnum á ferðalögum. Fólk sem ferðast saman er almennt ekki vant því að eyða miklum tíma með hvert öðru og margt getur farið úrskeiðis þegar þreytan segir til sín. Ferðavefurinn tók saman nokkur góð ráð til þess að koma í veg fyrir vináttu- eða sambandsslit á ferðalögum.

Það getur tekið sinn toll að komast á áfangastað og langoftast eiga rifrildin sér stað á sjálfum ferðadögunum. Á ferðalögum er nauðsynlegt að geta leyst úr ágreiningi með skynsamlegum hætti. Þegar maður er heima þá eru aðrir hlutir sem dreifa athyglinni frá vandanum en á ferðalagi verður engrar undankomu auðið. Þú verður að taka á málunum og finna lausn.

  • Deildu ábyrgðinni. Ekki skipuleggja allt sjálf/ur. Skiptið með ykkur verkum sem þið berið ábyrgð á. Einn sér um að bóka gistingu, hinn sér um að finna góða veitingastaði, geyma alla lykla o.s.frv.
  • Mörgum finnst gott að hafa ákveðið orð sem nota má í neyð. Ef þeir finna að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu þá segja þeir orðið og fólk fer að gá betur að sér áður en hlutirnir fara úr böndum.
  • Vertu hreinskilinn og nærgætinn.
  • Vertu óhrædd/ur við að tjá tilfinningar þínar.
  • Hlustaðu á sjónarmið annarra.
  • Gagnrýni getur verið uppbyggjandi.
  • Gefið hvort öðru einkatíma.
mbl.is