Bjóða fría gistingu til ferðamanna

San Giovanni í Galdo í Molise-héraði.
San Giovanni í Galdo í Molise-héraði. Skjáskot/Instagram

Íbúar San Giovanni í Galdo á suður Ítalíu hafa fundið upp sniðuga leið til að laða ferðamenn að í sumar. Þeir bjóða nú fría gistingu í allt að sjö nætur í tómum villum og húsum í bænum til ferðamanna sem vilja heimsækja bæinn. 

Verkefnið, sem fengið hefur nafnið Regalati il Molise, var ýtt úr vör af einum bæjarbúanna, Enzo Luongo. 

Bærinn San Giovanni hefur glímt við íbúafækkun síðastliðna áratuga og því standa mörg hús í bænum auð. Í stað þess að selja þau á lítinn pening líkt og aðrir smábæir á Ítalíu hafa gert er búið að útbúa þau fyrir ferðamenn. 

San Giovanni er í um 2 tíma akstursfjarlægð frá Róm og ekki er langt í strendur Adríahafsins frá bænum. 

„Það eru falleg en fámenn þorp hérna sem eru mörg hver ekki í stakk búin til að taka á móti ferðamönnum. Þannig við hugsuðum með okkur hvernig við gætum hjálpað til við að endurlífga þessi sögulegu þorp og á sama tíma hvatt ferðamenn til að heimsækja þau á þessum erfiðu tímum, þegar ferðalög eru fátíð,“ sagði Luongo í viðtali við The Telegraph um málið. 

Til að sækja um að fá fría nótt í San Giovanni þarf að fylla út umsókn, sem er á ítölsku. Einu skilyrðin eru að vera ekki íbúi Molise-héraði. Í boði eru 40 nætur á milli 4. júlí til 3. október. 

mbl.is