Bjuggu til sólar„strönd“ í miðri Mílanó

Íbúar Mílanóborgar á Ítalíu geta nú notið þess að fara á ströndina í miðri stórborginni. Ströndin er Lido Bam í Biblioteca degli Alberi-garðinum í hjarta stórborgarinnar. 

Mílanó er inni í miðju landi og hefur stundum verið sagt að það eina sem borgina skorti sé almennileg strönd. Því hefur nú verið kippt í liðinn, þótt ekki megi finna hafið inni í miðri borg.

Í garðinum hafa nú verið tekin frá stór svæði og þar komið fyrir strandstólum og sólhlífum. Fólk hefur flykkst á staðinn og notið sólarinnar en hitabylgja gengur nú yfir Evrópu. 

Mikil ánægja ríkir á meðal borgarbúa en fréttamaður AFP náði tali af nokkrum „strand“gestum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert