Efron fluttur til Ástralíu

Zac Efron
Zac Efron AFP

Samkvæmt heimildum ástralska miðilsins News.com.au er leikarinn Zac Efron fluttur til Ástralíu. Efron er sagður búa í strandbænum Byron Bay, þar sem kollegar hans Liam og Chris Hemsworth búa. 

Leikarinn er sagður hafa flutt frá heimabæ sínum Los Angeles í Bandaríkjunum í byrjun árs, en hann sást þar síðast í janúar. 

Fregnir herma að Efron hafi lent í norðanverðri Nýju Suður-Wales rétt áður en heimsfaraldurinn skall á og millilandaflug var lagt niður að hluta. 

Síðustu vikur hefur fjöldi fólks talið sig hafa séð Efron í Byron Bay, en engum myndum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlastjarnan Tarsha Withmore sagði í færslu sinni í vikunni að hún hefði verið úti að borða í Byron Bay og séð Efron. 

View this post on Instagram

Don’t mean to alarm anyone but Zac Efron was literally eating at the same cafe as me when this was taken 🙃

A post shared by Tarsha Olarte 🌹 (@tarsha.whitmore) on Jun 18, 2020 at 3:52am PDT

Útvarpsstjarnan Kyle Sandilands gaf það til kynna í áströlskum útvarpsþætti að hann vissi hvar stjarnan væri búsett en sagðist ekki geta sagt nánar frá því. 

Efron hefur talað um í viðtölum að hann sé hrifinn af Ástralíu og finnist auðveldara að losna við kastljósið þar en í Kaliforníu.

„Það sem ég elska við Ástralíu er að þar eru margar strandlengjur þar sem enginn er á ferli, það finnur þú ekki í Kaliforníu,“ sagði leikarinn í viðtali árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert