Lína og Gummi „kíró“ í borg ástarinnar

Lína Birgitta og Gummi eru mætt til Parísar.
Lína Birgitta og Gummi eru mætt til Parísar. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir og kærasti hennar Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi „kíró“, eru komin til Parísar í Frakklandi. 

Lína og Gummi hafa verið á ferð og flugi í allt sumar og ferðast mikið innanlands. Þau hafa líka skellt sér til útlanda, en í byrjun sumars fóru þau í langa helgarferð til Berlínar í Þýskalandi. 

Það er viðeigandi að parið hafi skellt sér til Parísar, eða borgar ástarinnar eins og hún er oft kölluð, því að þau fluttu inn saman í síðustu viku.

Lína Birgitta er mikill sérfræðingur þegar kemur að hótelum og vill aðeins það besta. Parið dvelur nú á fimm stjörnu hótelinu Maison Albar Hotels Le Diamond í 8. hverfi borgarinnar. 

mbl.is