Í sóttkví á lúxushóteli

Herbergin á Ritz Carlton þykja ágæt.
Herbergin á Ritz Carlton þykja ágæt. Skjáskot/Instagram

Joy Van Dee datt heldur betur í lukkupottinn þegar henni og barni hennar var gert að sæta sóttkví á lúxushótelinu Ritz Carlton í Singapúr. Van Dee var að ferðast frá Hollandi til Singapúr þar sem strangar reglur eru um tveggja vikna sóttkví. Við komuna til landsins var henni úthlutað herbergi á fyrrnefndu hóteli þar sem væsti ekki um litlu fjölskylduna. Var þetta liður í þar til gerðu sóttkvíarlottói í Singapúr þar sem ferðamenn fá úthlutað hótel af handahófi til að dvelja í meðan á sóttkvínni stendur. 

„Við duttum í lukkupottinn,“ segir Van Dee innanhússhönnuður í samtali við Wall Street Journal.

Lífið á hótelinu er þó ekki alveg jafnglæsilegt þegar maður er í sóttkví. Þjónustan er í lágmarki og ekki má fara út úr herberginu – eðlilega. Þá kemur enginn til þess að þrífa herbergið, matur er skilinn eftir fyrir utan dyrnar og hrein handklæði koma á þriggja daga fresti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert