Forsætisráðherra Noregs veitti Agnesi verðlaun

Agnes Árnadóttir hlaut verðlaun fyrir frumkvöðlastarf sitt.
Agnes Árnadóttir hlaut verðlaun fyrir frumkvöðlastarf sitt.

Húsvíkingurinn Agnes Árnadóttir hlaut í gær Wista Norway Leadership-verðlaunin. Forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, afhenti henni verðlaunin. Agnes er meðstofnandi og framkvæmdarstjóri Brim Explorer sem sérhæfir sig í sjálfbærum og hljóðlausum siglingum um norður Noreg. 

Í ræðu sinni ræddi forsætisráðherrann um ferð sína með Brim Explorer fyrr á þessu ári og einnig um aðlögunarhæfni fyrirtækisins að heimsfaraldrinum. Hún mærði einnig árangur Agnesar og Brim Explorer í sjálfbærum lausnum í bláa hagkerfinu. 

Agnes er fædd og uppalin á Húsavík. Faðir hennar, Árni Sigurbjörnsson stofnaði ásamt Herði bróður sínum hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursiglingu árið 1995. Norðursigling hefur verið leiðandi í umhverfisvænni ferðaþjónustu hér á Íslandi síðustu ár. Agnes starfaði lengi vel hjá Norðursiglingu þar til hún flutti til Noregs árið 2008 til að læra stjórnmálafræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert