Stórfurðulegar beiðnir hótelgesta

Hótelstarfsfólk fær stundum undarlegar fyrirspurnir.
Hótelstarfsfólk fær stundum undarlegar fyrirspurnir. Ljósmynd/Colourbox

Starfsfólk bresku hótelkeðjunnar Travelodge hefur fengið ótrúlegar beiðnir frá viðskiptavinum síðasta árið. Að útvega aukahandklæði er ekki mikið mál en sumar beiðnirnar eru töluvert furðulegri eins og fram kemur á vef Mirror. 

Starfsfólk tók niður undarlegustu beiðnirnar síðastliðið ár. Sumar fyrirspurnirnar eru fulltilætlunarsamar. Aðrir eru greinilega bara að reyna að bjarga brúðkaupi. Hefur þú beðið hótelstarfsmann um að redda einhverju svipuðu og þessir hótelgestir?

„Getur þú sett aukarúm í herbergið okkar fyrir Frank, ímyndaðan vin sonar okkar, og heilsað honum þegar við innritum okkur?“

„Get ég geymt 200 firðildi í kæliherbergi fyrir brúðkaup á morgun?“

„Get ég fengið hálfan kodda þar sem mér finnst heill of stór?“

„Hvar get ég keypt velskan gjaldmiðil?“

„Getur þú sagt eiginkonu minni að við þurfum að sofa hvort í sínu herberginu vegna fjarlægðartakmarkana svo ég fái góðan nætursvefn.“

„Getið þið búið til fínan kjól úr rúmteppinu þar sem ég gleymdi sparifötunum mínum heima?“ 

„Get ég geymt 182 sentímetra háan einhyrning úr ís í frystinum ykkar fyrir brúðkaup?“

„Getið þið útvegað mér poka af mold af Anfield sem á að vera óvænt gjöf fyrir eiginmann minn?“

„Getið þið útvegað mér kleinuhring úr plasti sem er einn metri á breidd og hægt að klæðast?“

„Getið þið búið til blöðrurúm sem á að vera óvænt gjöf fyrir 21 árs afmæli dóttur minnar?“

„Getur þú sungið afmælissönginn inn á símann minn svo ég geti hlustað á lagið þegar ég þvæ mér um hendurnar?“

„Getið þið útbúið páskaeggjaleit á hótelinu fyrir eiginmann minn?“

„Getið þið passað vinnusímann minn í dag og tekið skilaboð?“

„Getur þú saumað swarovski-kristalla í jakkafötin mín fyrir verðlaunaathöfnina?“

„Getið þið bætt við ljósum í herbergið mitt til að búa til norðurljós?“

„Getið þið leikið senu úr leikriti eftir Shakespeare þegar við innritum okkur til þess að bjóða eiginmann minn velkominn á hótelið ykkar?“

Hér má sjá Roosevelt-hótelið á Manhattan.
Hér má sjá Roosevelt-hótelið á Manhattan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert