Jólatréð í New York þykir táknmynd fyrir árið 2020

Jólatréð í Rockefeller Center í New York borg er komið …
Jólatréð í Rockefeller Center í New York borg er komið upp. AFP

Venju samkvæmt var stóra jólatréð í Rockefeller Center í New York-borg sett upp í vikunni. Jólatréð þykir þó hafa munað sinn fífil fegurri en sumir segja það vera táknmynd fyrir árið 2020, sem hefur verið mörgum erfitt. 

Jólatréð er 23 metra hátt rauðgreni sem höggvið var í Oneonta í New York-ríki. Flutningurinn á því tók tvo daga. 

Þótt jólatréð sé ekki nógu fallegt að mati margra um þessar mundir þá á eftir að skreyta það en það verður gert á næstu dögum og vikum af starfsmönnum Rockefeller Center. 

Það er mikið verk að reisa 23 metra hátt jólatré …
Það er mikið verk að reisa 23 metra hátt jólatré við. AFP

Lítill laumufarþegi

Agnarsmá hnitugla fannst í trénu við flutningana en hnituglur eru meðal smæstu ugla sem finnast í Norður-Ameríku. Uglan litla hefur fengið nafnið Rockefeller og er í umsjón Ravensbeard Wildlife Center. 

Þótt uglan sé agnarsmá er hún ekki ungi en hnituglur verða aðeins 17-22 sentímetra langar og vega að meðaltali um 80 grömm. 

Rockefeller litla er í góðu yfirlæti sem stendur og við ágæta heilsu þótt hún hafi misst heimili sitt.

Litli laumufarþeginn hefur heillað alla upp úr skónum.
Litli laumufarþeginn hefur heillað alla upp úr skónum. AFP
Rockefeller er hnitugla og því agnarlítil. Hnituglur verða aðeins 17-22 …
Rockefeller er hnitugla og því agnarlítil. Hnituglur verða aðeins 17-22 sentímetra langar og vega að meðaltali 80 grömm. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert