Heimskulegasta ferðaæðið í kófinu

Thai Airways flugfreyjur báru fram mat á vetingastað sem minnti …
Thai Airways flugfreyjur báru fram mat á vetingastað sem minnti á flugvél. AFP

Ferðaþjónustuaðilar hafa aldeilis þurft að brydda upp á nýjum hugmyndum í kórónuveirufraldrinum. Neyðin kennir naktri konu að spinna og allt það en það verður að viðurkennast að sumar hugmyndir hafa verið heimskulegri en aðrar. Hér má sjá nokkrar furðulegar nýjungar í ferðabransanum. 

Flug án áfangastaða

Flugfélög tóku upp á því að fara í flug án áfangastaða. Ferðirnar, sem voru fordæmdar af umhverfisverndarsinnum, voru stílaðar á fólk sem saknaði þess að fara um borð í flugvél. 

Drykkjarvagnar til sölu

Ástr­alska flug­fé­lagið Qantas svalaði ferðaþorsta Ástr­ala þegar það setti fullút­búna drykkjar­vagna úr Boeing 747-vél­um sín­um á sölu. Til stóð að selja vagn­ana í brota­járn en á þess­um for­dæma­lausu tím­um ákvað fé­lagið að kanna áhug­ann á þeim.

Flugvélaveitingastaður

Taíl­enska flug­fé­lagið Thai Airways opnaði „pop-up“-veit­ingastað í höfuðstöðvum sín­um í Bangkok þar sem innviðirn­ir og þjón­ust­an minn­ti á það að vera um borð í flug­vél. Gest­ir sátu í flug­véla­sæt­um og áhöfn­in gekk um í full­um skrúða og þjón­ust­aði gesti.

Lúxustjöld á flugvelli

Nýlega bárust fréttir af nýjum gistimöguleika á flugvellinum Jewel Changi í Singa­púr. Um er að ræða glæsilegu (e. glamping) en flugvöllurinn er einn sá flottasti í heimi. Lítið er að gera um þessar mundir og því hægt að bjóða upp á gistikost á furðulegum stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert