Snertilaus Covid-skimun í Ríga

AFP

Yfirvöld á flugvellinum í Ríga, höfuðborg Lettlands, hafa sett upp snertilausar skimunarstöðvar fyrir farþega og starfsmenn fyrirtækja sem starfa á flugvellinum.

Þar geta farþegar, gestir á flugvellinum og starfsmenn farið í skimun svo lengi sem þeir eru með skilríki sem yfirvöld í Lettlandi taka gild. Svo sem frá Swedbank, SEB, Luminor eða Citadele Bank eða rafræn skilríki. Þeir útlendingar sem ekki eru með slík skírteini geta ekki nýtt sér þessa þjónustu en unnið er að því finna lausn þar á.

Snertilaus skimun á flugvellinum í Ríga.
Snertilaus skimun á flugvellinum í Ríga. Af vef flugvallarins í Ríga

Greiða þarf fyrir þessa þjónustu og áður en hún er notuð þarf að skrá sig á vefnum. Flugvallaryfirvöld mæla með því að þeir sem eru að fara frá Lettlandi nýti sér þetta áður en farið er í flug þrátt fyrir að niðurstaðan liggi ekki fyrir áður en lagt er af stað. Niðurstaðan er send með tölvupósti. 

Jafnframt er boðið upp á hefðbundna skimun á flugvellinum fyrir þá sem eru að koma til Lettlands þar sem þjónustan er án endurgjalds.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert