Kjötkveðjuhátíðinni aflýst í Ríó

Á kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro í fyrra. Enginn kjötkveðjuhátíð …
Á kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro í fyrra. Enginn kjötkveðjuhátíð fer fram í borginni í ár. AFP

Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro í Brasilíu fer ekki fram í ár vegna kórónuveirunnar. Ekki kemur til greina að seinka hátíðinni. Þessi frægasta kjötkveðjuhátíð heims er ekki bara vinsæl meðal heimamanna þar sem ferðamenn víðsvegar að úr heiminum flykkjast gjarnan til Ríó þegar hátíðin stendur sem hæst. 

Skipuleggjendur höfðu vonast til þess að fá að halda hátíðina í júlí en hún fer vanalega fram í febrúar eða mars. Borgarstjóri Ríó segir það ekki koma til greina enda bólusetningar ekki jafnlangt á veg komnar og kannski vonast var til. Borgarstjórinn vonast þó til þess að árið 2022 verði sagan önnur. 

Milljónir heimsækja borgina á meðan kjötkveðjuhátíðin fer fram ár hvert og verða til miklar gjaldeyristekjur í leiðinni. Ákvörðunin um að halda ekki hátíðina hefur því mikil áhrif á efnahag landsins. 

Ferðamenn flykkjast til Rio de Janeira þegar kjötkveðjuhátíðin fer fram.
Ferðamenn flykkjast til Rio de Janeira þegar kjötkveðjuhátíðin fer fram. AFP
Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro fer næst fram árið 2022.
Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro fer næst fram árið 2022. AFP
Á kjötkveðjuhátíðinni árið 2020.
Á kjötkveðjuhátíðinni árið 2020. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert