Federer og DeNiro saman í landkynningu

Skjáskot/Instagram

Nú þegar loks sér fyrir endann á heimsfaraldrinum og við getum farið að ferðast aftur um heiminn fara áfangastaðir á flug um athygli ferðamannsins. Þjóðir fjárfesta fyrir háar fjárhæðir í markaðsherferðum svo ferðamannaiðnaðurinn taki við sér sem fyrst.

Í þessu samhengi hafa Svisslendingar gert Roger Federer, einn besta tennisleikara allra tíma, að sérstökum sendiherra ferðamála þar í landi, en í dag birtist leikin auglýsing þar sem Federer fær símtal frá Hollywood-goðsögninni og Óskarsverðlaunahafanum Robert DeNiro.

Nokkuð ljóst er að Svisslendingar munu taka þátt í þeirri samkeppni sem fram undan er í ferðabransanum.

mbl.is