Laða til sín fólk sem vinnur heima

Santa Fiora á Ítalíu.
Santa Fiora á Ítalíu. Ljósmynd/Comune Santa Fiora

Santa Fiora og Rieti á Ítalíu reyna nú að laða til sín fólk sem getur sinnt vinnu sinni heima. Bæirnir hafa farið af stað sem verkefni þar sem fólk sem flytur þangað fær 50% niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði.

Margt hefur breyst í heimsfaraldrinum. Til dæmis geta mörg fyrirtæki boðið starfsfólki sínu upp á að vinna heiman frá sér. Þó nokkrir sem geta unnið heima hafa tekið upp á því að flytja heimshorna á milli og vinna heldur frá sólríkri strönd en heiman frá sér.

Þeir sem sækja um þurfa að sýna fram á að þeir séu með vinnu. Það skiptir ekki máli hvers konar vinnu svo lengi sem þú getur unnið hana hvar sem er í heiminum. 

Ítalía er að komast út úr heimsfaraldrinum hægt og rólega. Ferðamannastaðir eru farnir að opnast einn af öðrum og á næstu vikum vonast Ítalir til þess að erlendir ferðamenn fari að sækja landið heim. 

Þótt erlendir ferðamenn hafi verið fáir undanfarið árið hafa miklir fólksflutningar um Ítalíu hjálpað til. Svokölluð snjallþorp hafa sprottið upp í bæjum sem áður voru fámennir og fólk nýtt sér húsnæði á lágu verði í litlum bæjum.

Santa Fiora er í hjarta Toskanahéraðs nálægt Monte Amiata-verndarsvæðinu og D'Orcia-dalnum. Tæplega 2.500 manns búa í bænum. Meðalleiguverð er 300 til 500 evrur á mánuði og geta þeir sem sækja um að búa í bænum fengið allt að 200 evra niðurgreiðslu á leigunni. 

Rieti er í Lazio-héraði og er einn stærsti bærinn í héraðinu. Leiguverð er á bilinu 250 til 500 evrur og geta þeir sem sækja um fengið 50% niðurgreiðslu á leigunni. 

CNN Travel

https://www.vivinpaese.it/

mbl.is