Fljúga aftur til Krítar eftir margra ára hlé

Sólin á Krít svíkur ekki.
Sólin á Krít svíkur ekki.

Eftir margra ára hlé byrjar Úrval Útsýn að fljúga aftur í beinu flugi til Krítar þann 2. júlí næstkomandi. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, segir Krítverja bíða spennta eftir að fá Íslendinga aftur til sín í sólina. 

„Við höldum áfram að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fjölbreytt úrval sólarstaða. Á Krít er allt það í boði sem sólþyrstir ferðalangar geta helst hugsað sér. Eyjan býður upp á blöndu af áhyggjulausu sólarfríi með fjölbreyttri afþreyingu, dásamlegum mat og stórkostlegri náttúrufegurð, eitthvað sem hentar öllum,“ segir Þórunn. 

Ferðamenn elska bragðgóða matinn, ferska sjávarfangið, ostana, ávextina, hunangið og byggbrauðið með dásamlegu ólífuolíunni þeirra. Einnig er boðið upp á grískt salat á öllum veitingastöðum. 

Krít á sér langa sögu.
Krít á sér langa sögu.

Víða á Krít má finna sögulegar minjar, þær elstu frá því 3000 fyrir krist. Heimsókn í Náttúruminjasafnið er eitthvað sem söguþyrstir mega ekki láta framhjá sér fara.

Gönguferðir við allra hæfi, siglingar, köfun, hestaferðir, hellaferðir og fjallaklifur eru nokkrir kostir sem er að finna á Krít fyrir þá sem vilja vera virkir í fríinu. Ferðalangar geta valið allskonar gistingu, allt frá litlum, huggulegum fjölskyldureknum hótelum til lúxushótela með öllu inniföldu.

Mótsagnakennt og fjölbreytt landslag Krítar er sagt gera heimsókn til Krítar ógleymanlega. Krít er himnaríki ævintýra þyrstra náttúruunnenda. Gífurlegir jarðskjálftar og sérstök veðurskilyrði hafa myndað einstakt landslag sem kemur gestum sífellt á óvart. Vert er að hafa öll skynfæri vakandi því myndir náttúrunnar, litir, bragð og hljóð fylgja gestum við hvert skref.

Falleg náttúra heillar á grísku eyjunni Krít.
Falleg náttúra heillar á grísku eyjunni Krít.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert