Hleður batteríin á fjöllum

Hólmfríður og kærasti hennar Arnar Þór Ingólfsson gengur Laugaveginn síðasta …
Hólmfríður og kærasti hennar Arnar Þór Ingólfsson gengur Laugaveginn síðasta sumar. Í sumar horfa þau til Vestfjarðanna en hafa enn ekki gefið sér tíma í rannsóknarvinnu varðandi hvaða staði þau munu heimsækja þar.

Fátt er betra en kaffisopi á símasambandslausum fjallstoppi í góðra vina hópi að mati fréttakonunnar Hólmfríðar Dagnýjar Friðjónsdóttur. Í sumar stefnir hún meðal annars á ferðalag um Vestfirðina. 

„Ég er svo mikill Austfirðingur að ég hef aldrei ferðast almennilega um Vestfirði svo það er efst á blaði í sumar og ég er mjög spennt fyrir því. Vonandi kemst ég líka í fjögurra daga göngu um Sveinstind og Skælinga með gönguhópi að austan um verslunarmannahelgina. Svo er ég búin að lofa systur minni að ganga með henni á Snæfellið. Það er toppurinn á veröldinni. Best væri að slá tvær flugur í einu höggi og fara á Bræðsluna á Borgarfirði eystri í sömu ferð, en sjáum til hvað faraldurinn leyfir okkur mikið í sumar,“ segir Hólmfríður. 

Hvers konar ferðalög höfða helst til þín?

„Innanlands eru það fjallgöngur, eins og þessi upptalning hér fyrir ofan gefur til kynna. Það hefur reynst mér frábær leið til að hlaða batteríin í gegnum tíðina, ekkert í heiminum betra en að drekka kaffi með góðum vinum uppi á fjallstoppi – helst í símasambandsleysi!“

Hver er þín fyrsta ferðaminning? „Foreldrar mínir fóru með mig í eftirminnilega ferð í Víti og Kverkfjöll. Ætli það sé ekki ein af þeim fyrstu, mig hefur alltaf langað að koma þangað aftur!“

Hvaða ferðaminning innanlands stendur upp úr? „Við kærastinn minn gengum Víknaslóðir, frá Seyðisfirði á Borgarfjörð eystra fyrir nokkrum árum, í 20 stiga hita og sól alla leiðina. Gönguleið sem ég mæli með fyrir allt göngufólk.“

Hólmfríður hleður batteríin best á fjöllum og finnst best að …
Hólmfríður hleður batteríin best á fjöllum og finnst best að vera einhvers staðar þar sem ekkert símasamband er.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert