McGregor á snekkju í stíl við persónuleikann

Conor McGregor
Conor McGregor AFP

Írski MMA-bardagamaðurinn Conor McGregor getur nú farið að sigla í kringum eyjuna grænu á glænýju snekkjunni sinni sem hann fékk afhenta á dögunum. Snekkjan, sem er hönnuð af ítölsku bíla- og snekkjuframleiðendunum Lamborghini og Tecnomar, kostaði írska MMA-bardagamanninn McGregor tæplega 450 milljónir.

Þessi ofursnekkja er ákaflega sportleg og fellur fullkomlega að ímynd brjálaða bardagakappans. Daily Mail greinir frá.

Fyrr í mánuðinum mætti McGregor Bandaríkjamanninum Dustin Poirier í aðalbardaga á bardagakvöldi númer 264 í Las Vegas. McGregor var laminn í spað og ökklabrotnaði en fyrir þátttöku í bardaganum fékk hann greiddar 630 milljónir samkvæmt heimildum Sports Manor.

McGregor birti mynd af snekkjunni á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann skrifar „Lamborghini-snekkjan mín er tilbúin“. Nú er bara spurning hvort gifsið sé vatnshelt. 

View this post on Instagram

A post shared by Tecnomar (@tecnomaryachts)

mbl.is