ION hótel til umfjöllunar á BBC

ION Lux­ury Advent­ure Hotel.
ION Lux­ury Advent­ure Hotel. Photo: ION Lux­ury Advent­ure Hotel

ION Adventure Hotel verður til umfjöllunar í næstu þáttaröð af Amazing Hotels: Life Beyond the Lobby, sem breska ríkisútvarpið BBC framleiðir og sýnir á BBC Two. Stjórnendur þáttanna, Giles Coren og Monica Galetti, eru staddir hér á landi við tökurnar. 

Við ION hótel er nú skilti sem segir að tökur standi yfir og ef gestir vilji vera með á myndum eigi þeir að láta tökuliðið vita. 

ION hótel er staðsett á Nesjavöllum og hefur vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis og meðal annars unnið verðlaun fyrir hönnun. 

Þá er hótelið einnig vinsælt hjá þeim sem freista þess að ná fallegum myndum fyrir samfélagsmiðla á ferð sinni um landið. 

Amazing Hotels eru þættir sem, eins og nafnið gefur til kynna, fjalla um stórkostleg hótel. Stjórnendur hafa gjarna einblínt á hótel sem eru úr alfaraleið eða eru einstök að einhverju leyti.

mbl.is