Borðaðu á sama stað og Harry og Meghan

Hertogahjónin af Sussuex Meghan og Harry.
Hertogahjónin af Sussuex Meghan og Harry. AFP

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, vöktu heimsathygli þegar þau borðuðu á veitingastaðnum Melba's í Harlem í síðustu viku. Það styttist í að landamæri Bandaríkjanna opnist aftur og þá geta venjulegir ferðamenn smakkað sama lostæti og hjónin gæddu sér á í heimsókn sinni til New York. 

Melba Wilson sjálf greindi frá komu hjónanna og sagði að þau hefðu styrkt sjóð starfsmanna þeirra en margir urðu fyrir tekjufalli í kórónuveirufaraldrinum. Wilson, sem ólst upp í Harlem, býður upp á suðurríkjamat á veitingastaðnum sínum. Hægt er að panta borð á netinu. 

Hjónin fengu djúpsteiktan kjúkling og vöfflur, vorrúllur, fisk og grænmetisrétti að því er fram kemur á vef Pagesix. Einn grænmetisrétt kannaðist Harry við frá tengdamóður sinni en þetta var í fyrsta sinn sem hann smakkaði djúpsteiktan kjúkling og vöfflu saman að sögn viðstaddra. Hann sagði réttinn ljúffengan.


 

mbl.is