Besta heilsulindin á Tenerife

Besta heilsulindin á Tenerife er á Océano Hotel Spa.
Besta heilsulindin á Tenerife er á Océano Hotel Spa. Skjáskot/Océano Hotel Spa

Á Océano hótelinu í Punta del Hidalgo á Tenerife er að finna eina bestu heilsulind í Evrópu. Heilsulindin heitir FX Mayr Centre. Heilsulindin var nýlega á lista Condé Nast Traveller yfir bestu heilsulindir í álfunni. 

Océano er heilsuhótel sem er fullkomið fyrir þau sem vilja ná góðri slökun og hugsa um heilsuna. Í heilsulindinni er sundlaug með útsýni yfir hafið, stór líkamsrækt og tennisvellir. 

Þar er einnig veitingastaður með heilsusamlegu fæði og hægt að fá ráðgjöf frá þjálfurum og næringarfræðingum. Á meðal meðferða sem eru í boði er nudd, hugleiðsla og fleira. Frá hótelinu er hægt að fara í gönguferðir í gegnum frumskóginn með leiðsögn. Einnig er hægt að fara í göngur um Teide þjóðgarðinn sem er á heimsminjaskrá UNESCO.

Hótelið er við hafið.
Hótelið er við hafið.
mbl.is