Demi Moore hjá risastóru typpi

Demi Moore á tískupöllunum fyrr á árinu.
Demi Moore á tískupöllunum fyrr á árinu. AFP

Demi Moore nýtur lífsins í París eftir að hafa verið viðstödd tískuvikuna þar í borg. Hún hefur verið dugleg að fara á listasöfn.

Það er alltaf stutt í glensið hjá hinni 58 ára leikkonu því í einni heimsókninni stillti hún sér upp við hliðina á listaverki sem var eitt risastórt typpi gert úr steini. Við myndina skrifar hún: „Að dást að listinni.“ 

Demi Moore tekur lífinu létt og stillir sér upp við …
Demi Moore tekur lífinu létt og stillir sér upp við hliðina á risastóru typpi. Skjáskot/Instagram

Á myndinni klæðist hún forláta Fendi-kjól og sinnepsgulum stígvélum. Moore er góður vinur tískuhússins Fendi og tók þátt í tískusýningu merkisins fyrr á árinu. Það voru þó ekki fötin sem vöktu hvað mesta athygli heldur nýtt útlit leikkonunnar en hún þótti óvenju kinnfiskasogin á að líta.

Listaverkin í París eru stórkostleg.
Listaverkin í París eru stórkostleg. Skjáskot/Instagram
mbl.is