Jenna Huld og Þórdís rýna í breytt útlit Demi Moore

Jenna Huld Eysteinsdóttir, Demi Moore og Þórdís Kjartansdóttir.
Jenna Huld Eysteinsdóttir, Demi Moore og Þórdís Kjartansdóttir. Samsett mynd

Leikkonan Demi Moore labbaði tískupallana fyrir ítalska tískuhúsið Fendi í vikunni. Heimsbyggðin rak upp stór augu þar sem útlit leikkonunnar var töluvert frábrugðið fyrra útliti hennar. Moore hefur í gegnum tíðina þótt ein fegursta kona heims. Smartland fékk Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni og Jennu Huld Eysteinsdóttur húðlækni til að rýna í útlitið. 

„Því miður sýnist mér þetta ekki vera mistök hjá förðunarmeistara heldur lýtalækni! Demi Moore, sem 58 ára og alltaf verið með falleg há kinnbein, er nú með óeðlilega markaða línu frá munnvikum og upp til hliðar að eyrum. Þar að auki eru kinnbeinin orðin bústnari. Mig grunar að hún hafi undirgengist „Thread Lifts“, þar sem andlitinu er lyft án skurðaðgerðar með þráðum. Oftast eru þessir þræðir úr efnum sem eyðast að lokum úr líkamanum og áhrifin eiga að haldast í 1-3 ár. Það er þó mjög misjafnt og einnig fara áhrifin mishratt úr hægri og vinstri hlið! Þessi aðferð hefur ekki öðlast vinsældir hér á landi meðal annars þess vegna. Ég tel líka líklegt að hún hafi fengið fyllingarefni á kinnbeinin,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica og bætir við: 

„Mér finnst þetta ekki falleg útkoma á þessari glæsilegu unglegu konu en tek það fram að þetta eru tilgátur hjá mér,“ segir Þórdís í léttum dúr.

Demi Moore skartaði breyttu útliti á tískusýningu Fendi í vikunni.
Demi Moore skartaði breyttu útliti á tískusýningu Fendi í vikunni. AFP

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni telur að Moore hafi látið fjarlægja fitupúðann neðst í kinninni. Hún telur að hún hafi látið setja fylliefni í kinnbeinin til þess að gera þau meira áberandi. 

„Hún er með of mikið fyllingarefni í vörunum og er með allt of mikið af fylliefnum og jafnvel þræði til að lyfta augunum. Eins og hún var nú náttúrulega falleg og eltist vel, þá er þetta alveg hræðilegt útlit,“ segir Jenna Huld. 

Hér sést hvernig silkiþræðir fara undir húðina með Thread Lifts.
Hér sést hvernig silkiþræðir fara undir húðina með Thread Lifts.
mbl.is