Er hægt að laga húðskemmdir eftir ljósabekki?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Samsett mynd

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir því fyrir sér hvort hægt sé að laga skemmdir vegna ljósabekkja eða sólarljóss?

Hæ hó!

Ein hérna sem var svolítið mikið í ljósum á Hollywood-tímabilinu. Núna er ég orðin miðaldra og húðin á mér ber þess merki að ég hafi legið í ljósum.

Er hægt að laga húð sem er með skemmdir vegna sólarljóss og eftir ljósabekkjanotkun?

Kveðja, 

KJ

Hér sést árangur eftir tvær meðferðir með Fraxel laser.
Hér sést árangur eftir tvær meðferðir með Fraxel laser. Samsett mynd

Sæl. 

Já svo sannarlega og því fyrr því betra. Auðvitað fer það eftir hve miklar skemmdir eru til staðar hvað hægt er að laga en það er alltaf hægt að bæta húðina. Besta meðferðin að mínu mati er Fraxel laserinn þar sem hann tekur bæði litabreytingar, brúnu blettina, og örvar kollagenið. Sólin og UV geislar frá ljósabekkjum hafa afar slæm áhrif á heilsu húðarinnar og brjóta hreinlega niður aðal byggingarefni húðarinnar, kollagenið og elastínið. Þegar um langvarandi notkun er að ræða á ljósabekkjum og sól þá fer húðin að slappast og tapa teygjanleikanum og þá myndast oft djúpar hrukkur og línur. Einnig koma litabreytingar sem eru þá oftast brúnir flekkir sem sitja þá allt árið en koma ekki bara á sumrin eins og freknurnar. Þú getur einnig gert heilmikið heima fyrir með því að koma þér upp rútínu með daglegri notkun á sólarvörn, C-vítamíni og svo A-vítamín kremi eins og retinóli eða Tretinoin á kvöldin. A-vítamín kreminn byggja aftur upp húðina með því að örva kollagenið og geta hjálpað gegn litabreytingum.

Vona að þessar upplýsingar hafi hjálpað eitthvað. 

Kær kveðja, 

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál