Hvað gerir fólk ef það finnur dökkan blett á líkamanum?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem fann dökk fæðingarblett á líkamanum. Hvað er til ráða?

Kæra Jenna. 

Ég er að nálgast sjötugt og hef aldrei, mér vitanlega, haft dökkan fæðingarblett á líkamanum. Ég fann einn slíkan á bakinu nýlega. Ég reyndi að panta tíma til að láta líta á blettinn. Fékk að vita að það væri langur biðlisti fyrir slíkt. Hvað er best að gera?

Kær kveðja,

VU

Komdu sæl og takk fyrir spurninguna.

Það er langur biðtími hjá sérfræðilæknum í dag og ef þú hefur miklar áhyggjur af blettinum ráðlegg ég þér að leita til heimilislæknisins þíns. Ef hann metur svo að sérfræðingur þurfi að skoða hann sem fyrst þá sendir hann tilvísun á húðlækna og þá er sú tilvísun ávallt tekin í forgang ef grunur er um húðkrabbamein. 

Kær kveðja,

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál