Mikil fjölgun á lýtaaðgerðum vegna megrunarlyfja

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica er gestur Dagmála. Hún segir að fegrunaraðgerðir séu mun minna feimnismál í dag en þær voru árið 2006 en þá var hún nýflutt til Íslands eftir að hafa stundað nám erlendis. Hún segir að hjáveituaðgerðir og megrunarlyf kalli á fleiri lýtaaðgerðir vegna aukahúðar sem myndast við léttingar. 

„Það hefur orðið gífurleg aukning í því. Þegar fólk þarf að létta sig þá segi ég alltaf að það séu þrjár aðferðir. Fyrsta aðferðin er það sem við vitum öll er hreyfing og mataræði, auðvitað skiptir hún máli. Svo eru það þessar aðgerðir en fólk þarf að vera í mikilli yfirþyngd til þess að fara í ermi eða hjáveitu og svo framvegis. Þetta er góð viðbót fyrir marga þessi lyf. Þau hjálpa fólki í yfirþynd en það vissulega skilur eftir aukahúð. Þá er svuntan algengust og svo koma brjóst og upphandleggir,“ segir Þórdís. 

Megrunar- og sykursýkislyf eins og Ozempic og Wegovy hafa verið mikið til umfjöllunar en lyfin en lyfin eru það eftirsótt að þau hafa styrkt efnahag í Danmörku. Lyfafyrirtækið Novo Nordisk er eitt verðmætasta fyrirtækið í Evrópu í dag. 

„Ef það væri ekki fyr­ir Novo Nordisk þá hefði eng­inn vöxt­ur orðið á fyrstu sex mánuðum árs­ins,“ sagði Lars Ol­sen, aðal­hag­fræðing­ur Danske Bank, í sam­tali við AFP frétta­veit­una síðasta haust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál