Getur 72 ára farið í svuntuaðgerð?

Shane/Unsplash

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem langar í svuntuaðgerð. 

Sæl.

Ég er 72 ára og er með svuntu sem er farin að pirra mig. Ég fæ sár og nú er það spurning hvort ég sé of sein að fara í svuntuaðgerð. Ég er 168 cm og 85 kg og fer mikið í sólina. Hvað myndir þú ráðleggja mér?

Kær kveðja, 

ÞB

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Ef þú ert að hugsa um hvort það sé of seint fyrir 72 ára að fara í svuntu þá þarf það ekki að vera. Það fer allt eftir því hvernig almenn heilsa þín er. Ertu hraust í hjarta og lungum? Ertu á einhverjum ónæmisbælandi lyfjum? Reykir þú? Ef þú ert almennt hraust 72 ára ættir þú að geta farið í valkvæða skurðaðgerð. Þú ert með BMI um 30 sem er í þyngra lagi og mættir losna við nokkur kg fyrir aðgerð. 

Annars ráðlegg ég þér að panta þér tíma á stofu hjá lýtalækni og skoða þína möguleika.

Með bestu kveðjum og gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál