Lady Gaga ferðast með peningaseðla um hálsinn

Lady Gaga er þekkt fyrir skemmtilegan og óvenjulegan fatastíl.
Lady Gaga er þekkt fyrir skemmtilegan og óvenjulegan fatastíl. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Lady Gaga kann svo sannarlega að ferðast með stæl. Fyrr í vikunni deildi hún mynd af sér á Instagram þar sem hún stillti sér upp um borð í einkaflugvél sinni og sagðist vera á leiðinni til Las Vegas. Það er ekki í frásögur færandi nema þá helst fyrir þær sakir að hún var með fremur óvenjulegan trefil vafinn um sig; trefilinn var langur og gerður úr fjöldamörgum 100 dollara seðlum. Þá eru uppi getgátur um að Gaga hafi ætlað sér að eyða peningaseðlunum í fjárhættuspil í Vegas.

Lady Gaga hefur fengið mikil viðbrögð við myndinni og hafa aðdáendur hennar keppst við að reyna að eignast trefilinn. Ekki af því að þeim sé svo kalt heldur einfaldlega vegna peningagræðgi. Ekki er vitað nákvæmlega hversu há upphæð er á treflinum en mögulega er um gerviseðla að ræða.

View this post on Instagram

A post shared by Lady Gaga (@ladygaga)

mbl.is