Miklu meira en bara vinir í Mexíkó

Jason Sudeikis og Keeley Hazell fóru til Mexíkó í rómantíska …
Jason Sudeikis og Keeley Hazell fóru til Mexíkó í rómantíska ferð. Samsett mynd

Hollywoodstjarnan Jason Sudeikis og mótleikkona hans úr þáttunum Ted Lasso, Keeley Hazell, voru í rómantísku fríi saman í Mexíkó á dögunum. Sudeikis og Hazell litu út fyrir að vera ástfangin á ströndinni í Cabo en þau hafa verið sundur og saman undanfarin misseri. 

Sudeikis og Hazell fóru í fríið rétt fyrir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum og kjósa margir Bandaríkjamenn að ferðast yfir hátíðarnar. Parið var meðal annars myndað kyssast og halda hvort utan um annað á ströndinni að því fram kemur á vef Daily Mail

Sudeikis og leikkonan Olivia Wilde slitu trúlofun sinni í fyrra. Stuttu eftir að fréttir birtust af sambandssliti þeirra var Wilde komin í samband með tónlistarmanninum Harry Styles. Síðan þá hafa Hazell og Sudeikis verið sundur og saman. Í sumar birtust myndir af þeim saman í New York en þá sagði vinur Sudeikis að þau væru bara vinir. Miðað við myndirnar í Mexíkó eru þau miklu meira en bara vinir núna. 

mbl.is