Enn í rusli yfir nýja sambandinu

Olivia Wilde og Jason Sudeikis hættu saman í fyrra.
Olivia Wilde og Jason Sudeikis hættu saman í fyrra. AFP

Hollywoodstjarnan Jason Sudeikis er enn miður sín yfir sambandi barnsmóður sinnar, Oliviu Wilde, og tónlistarmannsins Harrys Styles. Sudeikis og Wilde hættu saman í fyrra eftir níu ára langt samband. Fljótlega eftir að sambandsslitin voru gerð opinber fréttist af sambandi leikkonunnar og Styles. 

„Jason er enn í rusli yfir sambandi Oliviu og Harrys,“ sagði heimildarmaður Page Six sem sagður er þekkja vel til. Er Sudeikis sagður í uppnámi og það votti enn fyrir reiði hjá honum. 

Wilde leikstýrði Styles í myndinni Don't Worry Darling síðastliðið haust. Eiga þau að hafa byrjað að stinga saman nefjum í október en ekki fréttist af samandsslitum Wilde og Sudeikis fyrr en um miðjan nóvember. Vilja sumir kenna Styles um hvernig endanlega fór fyrir sambandi Sudeikis og Wilde sem eiga þó að hafa skilið í byrjun árs í fyrra. 

Sudeikis er þó ekki bara einn heima að sleikja sárin þar sem hann er sagður vera að hitta bresku fyrirsætuna Keely Hazell. 

Harry Styles.
Harry Styles. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.