Ástfangin á annarri eldfjallaeyju

Kate Bosworth og Justin Long eru nú á Havaí.
Kate Bosworth og Justin Long eru nú á Havaí.

Leikaraparið Kate Bosworth og Justin Long svífa um á bleiku skýi þessa dagana ef marka má myndir sem náðust af þeim á ströndinni á Kaua'i á Havaí í vikunni. Parið virðist vera einstaklega hrifið af eldfjallaeyjum en þau fóru einmitt í eitt sitt fyrsta frí saman til Íslands á síðasta ári. 

Líkt og ferðavefur mbl.is greindi frá á síðasta ári sóttu þau Bosworth og Long Ísland heim og nutu alls þess besta sem landið hefur upp á að bjóða. Þá höfðu þau ekki opinberað samband sitt. 

Bosworth og Long virðast einnig vera að njóta alls þess besta sem Kaua'i hefur upp á að bjóða og gott betur en þau sáust í faðmlögum um alla eyju.

mbl.is