Íris og Elín sameinaðar í Tórínó

Elín Eyþórsdóttir og Íris Tanja Flygenring eru nú sameinaðar í …
Elín Eyþórsdóttir og Íris Tanja Flygenring eru nú sameinaðar í Tórínó. Þessi mynd var tekið þegar Elín var á leið til borgarinnar í lok apríl, en Íris fylgdi henni áleiðis til Kaupmannahafnar en hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Íris Tanja Flygenring er mætt til Tórínó til að styðja kærustu sína, tónlistarkonuna Elínu Eyþórsdóttur, í Eurovision söngvakeppninni. Íris kom út á þriðjudag og náði að vera í salnum þegar Systur komust áfram í úrslitakeppnina. 

Íris birti mynd af þeim Elínu saman í gær, en íslenski hópurinn tók sér verðskuldað frí í gær eftir öll átökin. 

Greint var frá því skömmu eftir að Systur unnu Söngvakeppni sjónvarpsins hér heima að þær Íris og Elín væru par 

Skjáskot/Instagram
mbl.is