Kylie Jenner baðar sig í Arizona

Kylie Jenner naut sín í siglingu um Powell vatn í …
Kylie Jenner naut sín í siglingu um Powell vatn í Arizona. Skjáskot/Instagram.

Það væsir ekki um snyrtivörumógúlinn Kylie Jenner sem naut lífsins í glæsilegri villu í Utah, Bandaríkjunum nú á dögunum. Jenner birti myndir frá fríinu á Instagram reikningi sínum, en þetta er í fyrsta skipti sem hún birtir myndir af sér í sundfatnaði eftir seinni meðgöngu sína. 

Jenner glæsileg í silfruðum sundbol.
Jenner glæsileg í silfruðum sundbol. Skjáskot/Instagram.

Jenner eyddi fríinu í Amangiri, einstakri fimm stjörnu villu sem hefur verið vinsæll dvalarstaður fræga fólksins allt frá opnun árið 1998. Stjörnur á borð við Brad Pitt, Angeline Jolie, Justin Bieber, Kim Kardashian og Gordon Ramsey hafa dvalið í villunni sem er staðsett í miðri eyðimörk Utah umlukin einstöku umhverfi. 

View this post on Instagram

A post shared by Amangiri (@amangiri)

Minimalísk hönnun, hrá steypa og náttúrulegir tónar einkenna villuna sem var hönnuð af þremur vel þekktum arkitektum, þeim Marwan Al-Sayed, Wendell Burnette og Rick Joy. 

View this post on Instagram

A post shared by Amangiri (@amangiri)

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jenner eyðir tíma í villunni, en hún birti myndir af sér þaðan í júlí 2021.

Jenner í Amangiri 2021.
Jenner í Amangiri 2021. Skjáskot/Instagram.
mbl.is