Mætt á klakann eftir sambandsslitin

Bachelor-stjarnan Michelle Young á Sólheimasandi ásamt vinkonum sínum.
Bachelor-stjarnan Michelle Young á Sólheimasandi ásamt vinkonum sínum. Samsett mynd

Enn bætist í hóp Íslandsvina, en Bachelor-stjarnan Michelle Young er um þessar mundir stödd á Íslandi. Hún deildi myndum frá ferðinni á Instagram reikningi sínum, en af texta myndanna að dæma virðist hún enn vera að jafna sig af ástarsorg.

Skjáskot/Instagram

Örfáir dagar eru liðnir frá því hún tilkynnti að þau Nayte Olukoya væru hætt saman eftir sex mánaða samband. Þau trúlofuðu sig í desember í raunveruleikaþættinum vinsæla. 

Young ferðaðist um Suðurlandið ásamt vinkonum sínum, en þær heimsóttu meðal annars Sólheimasand á fjórhjólum og virtust skemmta sér konunglega. 

Skjáskot/Instagram

Hún deildi einnig myndum af sér umvafin lúpínum, en undir myndina vitnaði hún í ljóð eftir Atticus og skrifaði „Hún var kraftmikil. Ekki vegna þess að hún var ekki hrædd, heldur vegna þess að hún hélt áfram af krafti, þrátt óttann.“

mbl.is