Hvert skal fara í strandarfrí til Danmerkur?

Hjerting Badehotel er fallegt að innan sem utan. Þar ræður …
Hjerting Badehotel er fallegt að innan sem utan. Þar ræður sveitarómantíkin ríkjum. Skjáskot/Instagram

Danska strandarhótelið Hjerting Badehotel fær góða dóma í The Times yfir hvar best sé að gista sé dvalið við ströndina.

Hótelið er staðsett í Esbjerg (í Wadden Sea þjóðgarðinum) og ræður skandinavíski einfaldleikinn þar ríkjum. Herbergin eru smekklega hönnuð með svölum og hægt er að fara í sánu eftir að svamlað hefur verið í sjónum.

Allt svæðið er frábært fyrir náttúruunnendur. Þar má sjá seli á vappi og fuglalífið er fjörugt. Skammt frá er Fano eyja sem státar af pastellituðum bústöðum og fallegri strönd. Hægt er að komast þangað með ferju eða að fá leigðan kajak frá hótelinu.

Hjerting Badehotel er draumastaður fyrir þá sem elska Danmörku og …
Hjerting Badehotel er draumastaður fyrir þá sem elska Danmörku og einfaldan lífsstíl. Skjáskot/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert