Simmi Vill ástfanginn í Lundúnum

Sigmar Vilhjálmsson og Julie Christensen.
Sigmar Vilhjálmsson og Julie Christensen. Skjáskot/Instagram

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson skellti sér til Lundúna um liðna helgi ásamt kærustu sinni, hinni dönsku Julie Christensen. 

Parið virðist hafa haft það ákaflega gott í bresku höfuðborginni um helgina, skellt sér í leikhús og gert vel við sig í mat og drykk.

Greint var frá því í september að Sigmar væri kominn með nýja kærustu. 

Sigmar og Julie virðast hafa nýtt sér þjónustu Toks Odof­in Chauf­fe­ur, Tdriver, sem ekið hefur mörgum íslenskum áhrifavöldum um Lundúnir síðastliðin ár.

mbl.is