Stjörnufasteignasali genginn út

Heimir Fannar Hallgrímsson.
Heimir Fannar Hallgrímsson. Ljósmynd/Aðsend

Heimir Fannar Hallgrímsson, stjörnufasteignasali og Everest-fari, er genginn út. Sú heppna heitir Dagmar Silja K. Svavarsdóttir viðskiptafræðingur. 

Heimir og Dagmar eru með sömu áhugamál en þau birtu nýverið myndir af sér saman í skíðaferð. Það er hins vegar ekki bara fjöllin sem heilla þau bæði heldur líka fasteignamarkaðurinn. Dagmar Silja skrifaði ritgerðina Vegferðin að fyrstu fasteignakaupum undir handleiðslu Más Wolgang Mixa þegar hún lauk grunnnámi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. 

Heimir er ekki bara einn þekktast fasteignasali landsins heldur vakti hann líka mikla athygli þegar hann gekk á topp Everest með félaga sínum, Sigurði Bjarna Sveinssyni, fyrir þremur árum. Fóru félagarnir í ferðina til styrktar Umhyggju.

Smartland óskar parinu til hamingju með ástina!

View this post on Instagram

A post shared by Dagmar Silja (@dagmarsilja)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál